• Firma Consulting
    Þingasel 10
    109 Reykjavík
  • Símar:

    Fax:
  • (354) 820 8800
    (354) 896 6665
    (354) 557 7766

Þjónusta

Verðmat fyrirtækja

Firma Consulting tekur að sér verðmat á fyrirtækjum af öllum stærðum. Verðmat á fyrirtækjum getur verið með ýmsum hætti eftir því í hve mikla vinnu er lagt og skiptir máli í hvaða skyni á að nota verðmatið.  Hægt er að hugsa sér nálgun á verðmæti fyrirtækis með þrennum hætti eftir því í hve mikið er lagt í vinnu við verðmatið:

  1. Lauslegt verðmat.  Ef fyrirtæki er verðmetið með þessum hætti er lagt í matið eins takmörkuð vinna af hálfu sérhæfðs aðila og kostur er.  Tilgreindar eru helstu forsendur að baki verðmatinu.  Niðurstaðan verður því ekki mjög fagleg, en getur gefið vísbendingu um verðmæti fyrirtækis með námundun upp á 25-35% skekkjumörk í raunhæfu verðmati fyrirtækis.
  2. Verðmat.  Fyrirtæki er hægt að verðmeta með því að afla helstu upplýsinga og stuðningsgagna, sem nauðsynlegt er til að fá út úr því all þokkalega nálgun á verðmæti fyrirtækis.  Reynt er að áætla alla smærri þætti, en beitt nokkurri nákvæmni við alla stærri þætti.  Við verðmatið eru notaðar alþjóðlegar viðurkenndar aðferðir, en einnig byggt á íslenskum forsendum og viðskiptahefðum.  Aller helstu forsendur að baki verðmatinu eru skilgreindar með skýrum hætti.  Niðurstaðan í verðmati skv þessu verklagi getur verið með 15-25% skekkjumörkum á raunhæfu verðmæti fyrirtækis.
  3. Nákvæmt verðmat.  Fyrirtæki er hægt að verðmeta nokkuð nákvæmt með því að afla ítarlegra gagna um fyrirtækið í því augnamiði að verðmeta það eins vel og kostur er.  Eftir ítarlega skoðun á þessum gögnum er fyrirtækið metið út frá nokkrum mismunandi viðurkenndum og alþjóðlegum aðferðum, sem lögð er vinna í og þær vegnar saman.  Helstu forsendur að baki verðmatinu eru nákvæmt tilgreindar.  Niðurstaðan í verðmati skv þessu getur verið með 5-15% skekkjumörkum í raunhæfu verðmæti fyrirtækis.

Á því er vakin sérstök athygli að verðmat á fyrirtæki verður ávallt huglægt mat eftir útreikninga vegna þess að baki útreikningum verða ávallt forsendur, sem eru huglægar og verða aldrei tæmandi til að ná fram ”réttu” verðmæti fyrirtækis.  Verulegu máli skiptir hvaða forsendur eru lagðar fram sem grundvöllur verðmats á fyrirtæki.  Þá skiptir einnig verulegu máli hver verðmetur hverju sinni og fyrir hvern hann vinnur.  Ef annar tveggja ólíkra hagsmunaaðila á að meta verðmæti fyrirtækis getur verið hætta á að hann halli sér að þeim þáttum, sem styðja við hátt eða lágt verðmat, sem hentar umbjóðanda hans.  Ef sérhæfður aðili er fenginn til að verðmeta fyrirtæki er afar mikilvægt að hæfur aðili sé valinn til verksins með reynslu af kaupum og sölum fyrirtækja og verðmati á þeim.  Ennfremur að hann sé óháður þeim, sem biður um matið.

Ekkert verðmat er svo vel úr garði gert að það sýni ”rétt” verðmæti fyrirtækis.  Hið eina rétta mat á verðmæti fyrirtækis er það verð, sem kaupandi og seljandi vilja eiga viðskipti um sín á milli.

Fyrirtæki til sölu

Firma Consulting er með nokkur fyrirtæki að millistærð í sölu, sem það gefur nánari upplýsingar um á trúnaðarfundum á skrifstofu félagsins.

Umsögn

”Firma Consulting hefur unnið af mikilli fagmennsku og trúnaði í verkefnum fyrir Hlaðbæ-Colas ehf.  Við treystum Firma Consulting 100% ef vinna þarf að flóknum verkefnum á sviði ráðgjafar við kaup og sölu fyrirtækja”.
  Sigþór Sigurðsson
   Framkvæmdastjóri Hlaðbæ-Colas