Sameining fyrirtækja
Firma Consulting tekur að sér ráðgjöf við sameiningu fyrirtækja. - Þegar sameina á fyrirtæki í eigu sama aðila, geta sömu sérfræðingar framkvæmt þá faglegu vinnu, sem nauðsynleg er við sameininguna. Sérfræðingar þessir eru lögmenn þar sem sérþekking þeirra er tæknilegur frágangur við sameiningu, löggiltir endurskoðendur þar sem sérþekking þeirra eru efnahagur, skattalegar og aðrar tæknilegar hliðar frágangur og sérhæfðir aðilar í kaupum og sölum fyrirtækja, sem þekkingu hafa á verðmati og tæknilegum frágangi sameiningar fyrirtækja.
Þegar sameina á fyrirtæki, sem eru í eigu óskyldra aðila, þarf að gæta mikillar nákvæmni í því flókna ferli, sem sameining fyrirtækja er. Nauðsynlegt er að hvor aðili fyrir sig ráði til sín sjálfstæða og óháða aðila, sem framkvæmi alla þá vinnu sem tengist sameiningunni.
Flestir þeir þættir, sem eru í venjulegu ferli í sölu fyrirtækja, koma hér til og er vísað til þeirra á viðeigandi vefsíðu Firma Consulting.