Ummæli viðskiptavina
Firma Consulting hefur unnið fjölda viðfangsefna af ýmsum toga fyrir eigendur og stjórnendur fyrirtækja. Annars vegar er um að ræða stór verkefni í formi ráðgjafar við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Hins vegar margháttuð ráðgjafaverkefni fyrir fyrirtæki, stór og smá. Hér eru umsagnir nokkurra viðskiptavina Firma Consulting eftir vinnslu verkefna:
“Firma Consulting hefur unnið af mikilli fagmennsku og trúnaði í verkefnum fyrir Hlaðbæ-Colas ehf. Við treystum Firma Consulting 100% ef vinna þarf að flóknum verkefnum á sviði ráðgjafar um kaup og sölu fyrirtækja”.
Sigþór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri
Hlaðbæ-Colas ehf.
|
||
“Kynni mín af Magnúsi Hreggviðssyni spanna 25 ár og hafa leiðir okkar legið saman í gegn um útgáfustarfsemi og frumkvöðlastarf hans í byggingaframkvæmdum, þegar hann braut ný lönd fyrstur manna í Smárahverfinu / Miðjunni, Kópavogi. Það er sama hvorum megin borðs var setið, aldrei bar skugga á samskiptin, sem einkenndust af sanngirni”. Víðtæk reynsla Magnúsar í rekstri fyrirtækja hvort heldur sem er á velgengnistímum eða, og ekki síður, þegar verr hefur árað, er reynslusjóður fyrir hendi hjá Magnúsi, sem margir gætu haft not fyrir”.
Í Magnúsi sameinast nákvæmni endurskoðandans og fagleg þekking rekstrarmannsins. Því er hann sá fyrsti, sem í hug kemur, þegar endurskipulagningar og uppbyggingar er þörf í rekstri”.
Halldór Guðmundsson.
Stjórnarformaður Hvíta Hússins
og áður framkvæmdastjóri
þess í 35 ár.
|
||
“Ég fól Magnúsi Hreggviðssyni hjá Firma Consulting að selja fyrirtæki mitt, Gasa ehf, sem ég hafði byggt upp með löngum vinnudegi á meir en tveimur áratugum úr litlu upp í meðalstjórt fyrirtæki í eigin húsnæði með að mínu viti gott vöruúrval og góða þjónustu á sínu sviði. Leit ég á fyrirtækið sem afrakstur ævistarfs míns. Magnús hjá Firma Consulting höndlaði söluna með einstökum, fáguðum og vönduðum vinnubrögðum, sem ég er þakklát fyrir. Því gef á Firma Consulting hæstu einkunn fyrir þjónustu sína”.
Rósa Aldís Matthíasdóttir.
Áður eigandi og framkvæmdastjóri
Gasa ehf.
(Heildverslun með snyrtivörur og
skyldar vörur).
|
||
”Árið 2007 keyptu Jarðboranir dýpkunarfyrirtækið Sæþór með milligöngu Firma Consulting. Framganga Magnúsar Hreggviðssonar hjá Firma Consulting einkenndist af fagmennsku og trúnaði. Kaupferlið gekk greiðlega og við vorum í alla staði ánægðir með þjónustuna”. Bent Einarsson.
Forstjóri Jarðborana ehf.
|