• Firma Consulting
    Þingasel 10
    109 Reykjavík
  • Símar:

    Fax:
  • (354) 820 8800
    (354) 896 6665
    (354) 557 7766

Þjónusta

Kaup fyrirtækja

Firma Consulting tekur að sér ráðgjöf við kaup millistórra og stórra fyrirtækja.   -  Þegar einstaklingur eða fyrirtæki ákveða að kaupa fyrirtæki, þurfa þeir að gæta margra þátta í því flókna ferli, sem kaup fyrirtækis er.  Hér verður minnst á nokkra þessara þátta:

  • Ákvörðun að kaupa fyrirtæki.  Einstaklingur eða fyrirtæki ákveða hvers konar og/eða hvaða fyrirtæki þeir geta hugsað sér að kaupa.
  • Val á sérhæfðu fyrirtæki til aðstoðar við kaup.  Mikilvægt er að velja þjónustufyrirtæki, sérhæfðan aðila, með sérhæfingu í kaupum og sölum fyrirtækja til að aðstoða sig við kaupin.
  • Skriflegur samningur við sérhæft fyrirtæki í kaupum/sölum fyrirtækja.  Æskilegt er að gera skriflegan samning við slíkan aðila þar sem tekið er með nákvæmum hætti á hlutverki sérhæfða aðilans, þ.e. hvaða þættir það eru, sem hann á að sjá um og sinna, skyldur hans og skyldur umbjóðanda hans.  Í skriflegum samningi þarf að vera nákvæm skilgreining á þóknun, sem getur verið árangurstengd og í formi stofnvinnu og/eða fyrir áfangatengda verkþætti.  Einnig getur þóknun verið á útseldu tímagjaldi, sem samið eru um, allt eftir hvað báðir aðilar telja henta eðli verkefnis.  Mjög er mikilvægt að velja aðila með sérhæfða þekkingu á kaupum og sölum fyrirtækja og er þekktur fyrir fagleg og vönduð vinnubrögð.
  • Greinargerð – Úttekt á verðmæti fyrirtækis.  Æskilegt er að gerð sé úttekt á fyrirtæki því, sem til stendur að kaupa og að sérhæfði aðilinn framkvæmi þessa úttekt og verðmat til að kynna sér reksturinn og vera þannig betur í stakk búinn til faglegrar aðstoðar við kaupin.  Verðmat sem hluti af þessari vinnu þarf að vera unnið af sérhæfðum aðila með íslenskar viðskiptahefðir og aðstæður í huga auk faglegra alþjóðlegra lögmála eftir eðli, tegund og stærð fyrirtækis, sem á að kaupa.
  • Samningaviðræður.  Í samningaviðræðum þarf að vera búið ákveða hver verkaskipting og hlutverk kaupanda og sérhæfðs aðila á að vera í viðræðum.  Slík verkaskipting kemur fram í skriflegum samningi milli aðila, ef slíkur samningur er gerður.
  • Lokun kaupa.  Þegar kaup komast á er nauðsynlegt að gæta vel að öll meginatriði kaupa liggi fyrir skýr og andi þeirra komi með skýrum hætti fram í  kaupsamningi.
  • Kaupsamningur.  Í flestum tilvikum sér seljandi um frágang kaupsamnings og allra skjala, er varða kaupin.   Æskilegt er að sérhæfður aðili, sem hefur tekið þátt í viðræðum og öðrum þáttum kaupferlis, aðstoði kaupanda við yfirlestur kaupsamnings og fylgigagna og tryggi samræmi efnis hans við anda þeirra viðskipta, sem eru komin á, og gæti hagsmuna kaupanda við kaupin.
  •  Áreiðanleikakönnun.  Kaupandi velur sér löggiltan endurskoðanda, sem framkvæmi áreiðanleikakönnun í samræmi við stærð og eðli viðskipta og þann grundvöll, sem kaupsamningur byggir á. 
  • Lokasamkomulag.  Þegar áreiðanleikakönnun hefur farið fram og annað hvort engar athugasemdir hafa komið fram í henni eða ágreiningur vegna atriða, sem hún leiddi af sér, hefur verið leystur og aðrir hugsanlegir fyrirvarar hafa verið leystir, þá er gert lokasamkomulag.  Í lokasamkomulagi eru fyrirvarar felldir úr gildi og uppgjör kaupverðs fer fram.  Um leið afhendist rekstur frá seljanda til kaupanda.  Mjög er mikilvægt að kaupandi gangi frá öllum nauðsynlegum atriðum við afhendingu rekstrar og snúa að opinberum tilkynningum til Hlutafélagaskrár, fundarsamþykktir osfrv.

Kaup á millistóru eða stóru fyrirtæki geta tekið frá byrjun þreifinga frá þremur mánuðum og upp í níu til tólf mánuði eftir eðli og stærð kaupferlis.  Þá er gert ráð fyrir að vandað sé til allra vinnubragða við ferlið.

Fyrirtæki til sölu

Firma Consulting er með nokkur fyrirtæki að millistærð í sölu, sem það gefur nánari upplýsingar um á trúnaðarfundum á skrifstofu félagsins.

Umsögn

”Firma Consulting hefur unnið af mikilli fagmennsku og trúnaði í verkefnum fyrir Hlaðbæ-Colas ehf.  Við treystum Firma Consulting 100% ef vinna þarf að flóknum verkefnum á sviði ráðgjafar við kaup og sölu fyrirtækja”.
  Sigþór Sigurðsson
   Framkvæmdastjóri Hlaðbæ-Colas